Valskonur unnu nokkuð óvæntan sigur á Keflavík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos deildar kvenna. Leikurinn fór fram í Keflavík og má því segja að Valur hafi stolið heimaleikjaréttinum með sigri. Sigra þarf þrjá leiki til að tryggja sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. 

 

Þjálfari liðsins Darri Freyr Atlason lék sinn fyrsta leik sem þjálfari í úrslitakeppni í efstu deild á Íslandi. Darri þurfti ekki margar tilraunir til að ná í sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni þar sem Valskonur unnu nokkuð sannfærandi sigur að lokum.

 

Darri Freyr er 23 ára þjálfari sem hefur náð ansi langt í þjálfun þrátt fyrir ungan aldur. Síðasti þjálfari sem náði í sigur í fyrstu tilraun í úrslitakeppni svo ungur var líklega Friðrik Ingi Rúnarsson sem á 23. ári gerði Njarðvík að Íslandsmeisturum 1991. 

 

Hvort líkindin verði fleiri á milli þessara þjálfari á ferlinum skal látið ósagt en það er fróðlegt verður að sjá hvort Darra tekst að sækja titilinn stóra til að leika eftir afrek Friðriks frá árinu 1991. Sigra þarf þrjá leiki í einvígi Vals og Keflavíkur en næsti leikur fer fram á laugardag í Valshöllinni.