Hildur Sigurðardóttir sem þjálfað hefur meistaraflokk kvenna hjá Breiðablik mun ekki þjálfa liðið áfram. Þetta staðfestu forsvarsmenn Breiðabliks við Karfan.is í morgun. 

 

Hildur hefur ákveðið að taka sér hlé frá þjálfun í bili en vonast er til þess að hún verði í kringum liðið í einhverri mynd. Hildur hefur komið liði Blika í Dominos deildina og endaði í sjöunda sæti þar á sínu fyrsta tímabili.

 

Hildur hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari með Snæfell og KR og er einn besti leikmaður sem spilað hefur í deildinni. Hún hefur gert frábæra hluti með ungt lið Breiðablik sem verður spennandi að fylgjast með í framtíðinni.