Framherjinn Haukur Helgi Pálsson hefur verið valinn verðmætasti leikmaður franska liðsins Cholet í febrúar og marsmánuði. Liðið lék 7 leiki í mánuðunum, en vegna meiðsla tók Haukur aðeins þátt í 5 þeirra. Í þeim skilaði hann 10 stigum, 2 fráköstum og 2 stoðsendingum á 22 mínútum að meðaltali í leik.

 

Cholet er sem stendur í 16. sæti Pro A deildarinnar frönsku og leika gegn Antibes í kvöld.