Fyrsti leikur í úrslitaeinvígi Dominos deildar kvenna fór fram í kvöld. Þar mættu deildarmeistarar Hauka Val í einstefnuleik. 

 

Óhætt er að segja að sigur Hauka hafi aldrei verið í hættu en liðið komst fljótt í góða forystu og gaf hana aldrei eftir. Lokastaðan var 85-68 fyrir Haukum sem leiða nú einvígið 1-0.

 

Næsti leikur liðanna fer fram á laugardaginn 21. apríl kl 16:00 í Valshöll. Þar freistar Valur þess að jafna einvígið eða Haukar að færast skrefi nær Íslandsmeistaratitlinum. 

 

Nánar verður fjallað um leikinn í kvöld og viðtöl við þjálfara og leikmenn eru væntanleg á Karfan.is.