Haukar náðu í stóran sigur á Skallagrím í Borgarnesi í kvöld. Liðin mættust í undanúrslitum Dominos deildar kvenna þar sem sigra þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið. 

 

Haukar leiddu allan tímann í Fjósinu í kvöld og náðu í nokkuð sanngjarnan sigur að lokum. Staðan er því 2-0 og geta Haukar sent Skallagrím í sumarfrí með sigri næsta þriðjudag. 

 

Nánar verðu fjallað um leikinn síðar í kvöld á Karfan.is.

 

Úrslit dagsins: 

 

Dominos deild kvenna:

 

Skallagrímur 64-75 Haukar

 

Staðan í einvíginu 0-2