Deildarmeistarar Hauka sigruðu Skallagrím í fyrsta leik liðanna í undanúrslitumn Dominos deildar kvenna. Haukar leiða einvígið því með einum sigri gegn engum, en fyrsta liðið til þess að vinna þrjá leiki kemst áfram og í úrslitin, þar sem mótherjinn verður annaðhvort Valur eða Keflavík.

 

Næsti leikur Hauka og Skallagríms mun fara fram í Borgarnesi komandi föstudag 6. apríl kl. 19:15.

 

Frekari umfjöllun, myndir og viðtöl koma inn á Körfuna innan skamms.

 

Yfirlit yfir undanúrslit Dominos deildar kvenna

 

 

 

Úrslit kvöldsins

 

Undanúrslit Dominos deildar kvenna:

Haukar 88 – 74 Skallagrímur 

(Haukar leiða einvígið 1-0)

 

 

 

Mynd/Bára Dröfn – Eitt af þeim fjölmörgu skiptum sem Carmen Tyson Thomas keyrði með krafti á körfuna í leik kvöldsins.