Í kvöld kl. 19:15 hefst úrslitaeinvígi Dominos deildar kvenna að Ásvöllum í Hafnarfirði þar sem að Haukar taka á móti Val. Leið beggja liða tiltölulega greið í gegnum undanúrslitin, þar sem að Haukar sigruðu Skallagrím í þremur leikjum, en Valur ríkjandi Íslandsmeistara úr Keflavík í fjórum.

 

Eftir deildarkeppni vetrarins stóðu Haukar uppi sem sigurvegarar. Valur endaði í þriðja sæti, þó aðeins tveimur sigurleikjum fyrir aftan toppliðið. Innbyrðis viðureignir liðanna voru fjórar í deildinni og sigruðu Haukar þrjár þeirra. Síðast mættust þau í Valsheimilinu þann 13. mars síðastliðinn, þar sem að Haukar sigruðu eftir spennandi leik, 67-71.

 

Leikir liðanna í vetur

Umræða um úrslitaeinvígið

Yfirlit yfir leiki úrslitakeppninnar

 

 

 

 

 

Leikur dagsins

 

Úrslitaeinvígi Dominos deildar kvenna:

Haukar Valur – kl. 19:15 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport