Leikur 2 í einvígi Skallagríms og Hauka fór fram í Fjósinu í kvöld. Haukar voru við bílstjórasætið allan leikinn og kláruðu leikinn 64-75.

Fjósið.

 

Molar fyrir leik.

 

Haukar sigruðu fyrsta leik liðanna.

 

Liðin voru með svipaða tölfræði í fyrsta leik liðana, fyrir utan 3-stiga nýtingu. Haukar voru með frábæra 46%(12/25) á meðan Skallagrímur var einungis með 24%nýtingu(5/21).

 

Baskinn flaug til Baskalands en Bakarinn var mættur á ritaraborðið.

 

Ljósasýning fyrir leik og lokalag fyrir leik var að sjálfsögðu”Seven Nation Army”.

 

Meiri hluti Lind-ættarinnar var mætt á leik. Palli-Hansi-Mummi-Kiddi og Solla, öll mætt og í sparifötunum!!!

 

Dómarar leiksins voru þeir Sigmundur, Davíð Tómas og Friðrik.

 

Byrjunarlið Skallagríms: Guðrún-Jóhanna-Jeanne-Sigrún-Carmen.

 

Byrjunarlið Hauka: Þóra Kristín-Helena-Sigrún-Rósa Björg-Whitney.

 

 

Fyrri hálfleikur.

 

Strax í byrjun var varnarskipulag Hauka ljóst. “Lokum á Carmen og látum aðra skjóta boltanum”. Carmen fékk tvídekkanir og þrídekkanir og fann hún oftast opin leikmann. En ekkert datt hjá Skallagrím í byrjun leiks(3/18 í skotum í fyrsta leikhluta) á meðan Haukar fengu fín framlög frá mörgum leikmönnum. Skallagrímur náði góðri rispu í öðrum leikhluta og með smá heppni og yfirvegun hefðu þær getað nálgast Hauka stelpur. En fjöldi tapaðra bolta kom í veg fyrir það og Haukar gengu í búningsklefa með 12 stiga forystu, 25-37.

 

Liðin með mjög svipaða tölfræði punkta nema í skotnýtingu. Haukar með 44% skotnýtingu á móti 29% skotnýtingu Skallagríms.

 

Seinni hálfleikur.

 

Haukar náðu að halda forystu sinni í 10mín+ flest allan seinni hálfleikinn.  En þegar um 6 mínútur voru eftir náðu Skallagrímur að koma muninum í 6 stig(54-60) en þá kom hún Magdalena af bekknum fyrir Hauka og smellti niður RISA þrist og Haukar kláruðu leikinn með yfirveguðum leik, 64-75.

 

Haukar eru komnar í 2-0 í einvíginu. Þær spiluðu glimmrandi á köflum en töpuðu full mörgum boltum. Enduðu með 21 tapaðan bolta. En stelpur eins og Rósa og Þóra spiluðu vel og svo var hún Sigrún Björg límd við Carmen allan leikinn.

 

Skallagrímur þarf að ná cher í sjálfstraust. Leikmenn liðsins virðast hafa misst allt sjálfstraust, sem liðið var komið með í lok deildarkeppninnar. Carmen reyndi að spila sína leikmenn uppi í 1.leikhluta en það datt ekkert hjá heimastúlkum. Carmen var stigalaus í fyrsta leikhluta en smellti niður 40 stigum á 30 mínútum.

 

Hetjan.

 

Helena Sverrisdóttir. Stelpan spilaði 37 mínútur í leiknum.  Hún tók 11 fráköst, sendi 9 stoðsendingar og skoraði 21 stig.

 

 

Dómara einkunn: Dómarnir komust ágætlega frá leiknum.

 

Áhorfendur: 150. Vantaði alveg einhverja nokkur hundruð í Fjósið í kvöld. Stelpurnar eru komnar í úrslitakeppnina og eiga skilið fullt Fjós!!!

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn (Ómar Örn)

 

Viðtöl eftir leik:

 

 

Umfjöllun og viðtöl / Hafþór Gunnarsson