Leikur þrjú í úrslitaeinvígi Dominos deildar kvenna fór fram í kvöld en staðan var 1-1 fyrir leikinn. Haukar unnu í kvöld og eru því einum sigri frá Íslandsmeistaratitli. 

 

Valskonur komu sterkari til leiks en Haukar náðu forystu hægt og rólega. Forystuna gáfu þær aldrei frá sér en leikurinn var kaflaskiptur og komust Valskonur reglulega nálægt því að komast yfir.

 

Lokastaðan 96-85 fyrir Haukum sem leiða nú einvígið 2-1. Haukar geta því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í leik fjögur sem fer fram á fimmtudag kl 18:00 í Valshöllinni. 

 

Nánari umfjöllun og viðtöl við leikmenn og þjálfara eru væntanleg á Karfan.is

 

Haukar-Valur 96-85 (24-26, 27-19, 20-14, 25-26)

Haukar: Whitney Michelle Frazier 28/15 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 22, Helena Sverrisdóttir 16/10 fráköst/14 sto?sendingar/5 stolnir, Rósa Björk Pétursdóttir 13/7 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 11/4 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 4, Ragnhei?ur Björk Einarsdóttir 2, Magdalena Gísladóttir 0, Hrefna Ottósdóttir 0, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 0, Fanney Ragnarsdóttir 0, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 0. 

Valur: Aalyah Whiteside 24/5 fráköst/5 sto?sendingar/8 stolnir, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 18/4 fráköst, Gu?björg Sverrisdóttir 16/6 fráköst/6 sto?sendingar, Hallveig Jónsdóttir 13, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8, Dagbjört Samúelsdóttir 6, Regína Ösp Gu?mundsdóttir 0, Kristín María Matthíasdóttir 0, Bergþóra Holton Tómasdóttir 0, Bylgja Sif Jónsdóttir 0, Ásta Júlía Grímsdóttir 0.