Keflvíkingar fengu heldur betur góða sumargjöf frá stjórn körfuknattleiksdeildarinnar í dag. Þá var tilkynnt að lykilmenn liðsins þeir Reggie Dupree og Guðmundur Jónsson hefðu endurnýjað samninga sína við liðið og verða því áfram í bláum Keflavíkurbúning á næsta tímabili. 

 

Reggie Dupree byrjaði síðasta tímabil frábærlega og hefur verið í stóru hlutverki hjá liðinu síðustu ár. Hann lenti í nokkrum meiðslum á seinni hluta þessa tímabils en endaði með 9,3 stig að meðaltali í leik. 

 

Guðmundur Jónsson er því að fara inní sitt fimmta tímabil fyrir Keflavík en áður lék hann með Njarðvík og Þór Þ. Guðmundur vakti mikla athylgi fyrir frammistöðu sína í einvígi liðsins gegn Haukum í átta liða úrslitum en hann lék frábæra vörn og var fastur fyrir. 

 

Báðir eru þeir afbragðs varnarmenn sem eiga eftir að fitta vel inní kerfi nýrra þjálfara Keflavíkur Sverris Þórs Sverrissonar og Jón Guðmundssonar.