Dagur Kár Jónsson samdi í dag við Stjörnuna um að leika með liðinu á næstu leiktíð en hann kemur frá Grindavík þar sem hann hefur leikið síðustu tvö ár. Dagur er uppalinn hjá Stjörnunni og því að snúa heim. 

 

Grindvíkingar eru hinsvegar ekki kátir með fregnirnar og sendu frá sér tilkynningu í dag. Þar gagnrýna þeir vinnubrögð Stjörnunnar og ákvörðun Dags Kár. 

 

Dagur Kár skrifaði undir tveggja ára samning við Grindavík síðasta sumar með uppsagnarákvæði sem gat tekið gildi 1. maí. Hann er því í raun enn samningsbuninn Grindavík en skrifaði undir hjá Stjörnunni í dag og hefur Stjarnan verið að ræða við hann síðustu daga. 

 

Þá segir í yfirlýsingu Grindavíkur að Dagur hafi tilkynnt í Grindavík að hann yrði áfram hjá félaginu og því gert ráð fyrir það í plönum fyrir næsta tímabil. Það hafi því verið eins og blaut tuska í andlitið þegar fregnir bárust af því að Dagur væri á leið í Stjörnunni.

 

Yfirlýsingu Grindavíkur má finna hér að neðan:

 

 

Mynd / Facebook síða Grindavíkur – Dagur Kár var valinn besti leikmaður Grindavíkur á lokahófi deildarinnar síðasta miðvikudag