Nú þegar keppni er formlega lokið í 1. deild karla og 2. deild karla er ljóst hvaða lið munu leika í 1. deild karla á næsta tímabili. Allt lítur út fyrir gríðarleg ferðalög fyrir félögin enda átta lið af tíu utan af landi. 

 

Skallagrímur og Breiðablik komust upp úr 1. deildinni á nýliðnu tímabili en Höttur og Þór Akureyri féllu úr Dominos deildinni. Ekkert lið féll úr 1. deildinni þar sem Hrunamenn drógu lið sitt úr leik rétt áður en tímabilið hófst. Sindri frá Höfn í Hornafirði tryggði sér svo tíunda sætið í 1. deild með því að tryggja sér sigur í  2. deild í gær. 

 

Tvö lið af þessum tíu spila leiki sína á Höfuðborgarsvæðinu (Fjölnir og Gnúpverjar) en í raun má segja að einungis eitt lið sé af því svæði. Því lið Gnúpverja er kennt við Gnúpverjahrepp og á uppruna sinn af suðurlandinu. 

 

Gríðarleg ferðalög eru því framundan fyrir öll lið deildarinnar í hverri viku. Sem dæmi eru 893 km á milli Ísafjarðar og Hafnar í Hornafirði en varla er hægt að finna sveitafélög sem er jafn langt á milli og þessu tvö. 

 

Liðin í 1. deild karla á næsta tímabili og sveitarfélögin: 

Þór (Akureyri)

Höttur (Egilsstaðir)

Hamar (Hveragerði)

Vestri (Ísafjörður)

Snæfell (Stykkishólmur)

Gnúpverjar (Höfuðborgarsvæðið)

Fjölnir (Reykjavík)

Körfuknattleiksfélag Selfoss

ÍA (Akranes)

Sindri (Höfn í Hornafirði)

 

 

Mynd / Skjáskot af Google maps – Lengsta ferðalagið sem framundan er í 1. deildinni.