Í dag mætast Haukar og Valur í annað skipti í úrslitaeinvígi Dominos deildar kvenna. Haukar fóru með sigur af hólmi í fyrsta leik liðanna og leiða einvígið því 1-0, en fyrra liðið til þess að sigra þrjá leiki mun hampa Íslandsmeistaratitlinum.
Fyrsti leikur liðanna fór fram á heimavelli deildarmeistaranna í Hafnarfirði, en kl. 16:00 í dag mætast liðin á heimavelli Vals að Hlíðarenda.
Hérna er upphitun fyrir úrslitaeinvígi Dominos deildanna
Hvort liðið sigrar annan leik úrslita Dominos deildar kvenna? #korfubolti
— Karfan.is (@Karfan_is) April 21, 2018
Leikur dagsins
Úrslit Dominos deild kvenna:
Valur Haukar – kl. 16:00 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport
(Haukar leiða einvígið 1-0)