FSu sem leikið hefur í 1. deild karla síðustu tvö tímabil og á að baki tímabil í Dominos deildinni hefur skipt um nafn og verður því Körfuknattleiksfélag Selfoss á næsta tímabili. 

 

FSu var fyrst í 1. deild karla veturinn 2006-2007 og þá eingöngu sem akademía skólans. Selfoss var síðast með lið þegar liðið lék sem sameinað lið Hamars og Selfoss árið 2007. 

 

Þessi stóra breyting var ákveðin á aðalfundi FSu fyrir nokkru en nýja nafnið er Körfuknattleikssamband Selfoss, stytt í Selfoss-Karfa. Nafn FSu mun því eingöngu vera á akademíu félagsins með fjölbrautaskólanum og öðrum félögum á suðurlandi. 

 

Einnig kemur fram af aðalfundi liðsins að ekki verði leikið áfram í íþróttahúsinu Iðu heldur muni íþróttahúsið við Vallaskóla fá andlitslyftingu í sumar. Þar mun Selfoss-Karfa því leika heimaleiki sína frá og með næsta tímabili í 1. deild karla. 

 

FSu endaði í áttunda sæti 1. deildar karla á nýliðnu tímabili með sex sigra. Liðið ætlaði sér stóra hluti og var tímabilið því klár vonbrigði. Samkvæmt heimasíðu FSu eru viðræður hafnar við þjálfara fyrir næsta tímabil og ætti það því að koma frekar í ljós á næstu dögum.

 

Nánari fregnir af aðalfundi félgasins má finna hér.