KR mun bjóða áhangendum upp á fríar sætaferðir á Sauðárkrók komandi föstudag til þess að sjá fyrsta leik úrslita Tindastóls og KR í Dominos deild karla. Bóka þarf sæti fitt fyrir kl. 12:00 á fimmtudaginn, en það er gert með því að senda tölvupóst á krkarfa@kr.is.

 

 

 

Fréttatilkynning:

Alvogen, aðalstyrktaraðili KR, býður stuðningsmönnum KR uppá fríar rútuferðir á leik Tindastóls og KR á Sauðárkróki en leikurinn er á föstudaginn. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér ferðina þurfa að senda tölvupóst á krkarfa@kr.is og taka frá sæti. Takmarkaður sætafjöldi er í rúturnar og hvetjum við alla KR-inga að óska eftir sæti sem fyrst.

 

Lokað verður á skráningu klukkan 12:00 á fimmtudaginn!

 

Brottför verður frá KR á föstudaginn klukkan 14:00 og heimför er skömmu eftir leik. 15 ára og yngri verða að vera í fylgd forráðamanna.

 

Fjölmennum á Krókinn og hvetjum okkar menn til dáða í fyrsta leik úrslitaeinvígis KR og Tindastóls!