KR tryggði sér í gærkvöldi fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð með sigri á Tindastól í úrslitaeinvígi Dominos deildar karla. KR vann einvígið 3-1 og standa því uppi sem sigurvegarar enn og aftur. 

 

Finnur Freyr var ráðinn þjálfari KR fyrir nákvæmlega fimm árum og hefur nú unnið fimm Íslandsmeistaratitla á þessum fimm árum. Það gerir hann að sigursælasta þjálfara efstu deildar karla frá því úrslitakeppnin var sett á árið 1984. 

 

Hann jafnaði þar með Sigurð Ingimundarson sem varð einnig Íslandsmeistari sem þjálfari fimm sinnum árin 1997, 1999, 2003, 2005 og 2008. Finni tókst semsagt að leika eftir ótrúlegan árangur Sigurðar á fimm árum. 

 

Viðtal við Finn Frey Stefánsson eftir leikinn í gær má finna hér