KR sigraði Hauka í DB Schenker Höllinni í Hafnarfirði í kvöld. Eftir leikinn er KR því komið með tvo sigra gegn einum Hauka í undanúrslitaeinvígi liðanna. KR þarf því aðeins einn sigurleik í viðbót til þess að komast áfram og í úrslitin þar sem að annaðhvort Tindastóll eða ÍR verður mótherjinn. Næsti leikur einvígissins er komandi laugardag í DHL Höllinni í Vesturbænum kl. 20:00.

 

Karfan spjallaði við þjálfara KR, Finn Freyr Stefánsson eftir leik í Hafnarfirði.