Í kvöld kl. 20:00 mætast KR og Tindastóll í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Staðan fyrir leikinn 2-1 fyrir KR og geta þeir því með sigri tryggt sér titilinn fimmta árið í röð. Sigri Tindastóll leikinn mun fara fram oddaleikur komandi þriðjudag í Síkinu á Sauðárkróki.

 

Fari svo að KR sigri, verða þeir fyrsta liðið til þess að vinna titilinn í fimm skipti í röð síðan að fyrirkomulag úrslitakeppni var tekið upp. Eins og staðan er deila þeir fjórum í röð með Njarðvík, sem gerði það á níunda áratug síðustu aldar.

 

Þá munu þeir með sigri einnig fara framúr Keflavík í 2. sæti sigursælustu liða síðan úrslitakeppnin var sett á með sínum 10. titil, en þar er Njarðvík titil á undan í 1. sætinu með 11.

 

Í heildina, með þeim titlum sem unnist höfðu fyrir að úrslitakeppnin var sett á, væri þetta titill 17 hjá KR og jafna þeir þá árangur Njarðvíkur sem sigursælasta lið landsins frá upphafi.

 

Podcast: Umræða um leik kvöldsins

 

 

 

 

 

Leikur kvöldsins

KR  Tindastóll – kl. 20:00 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

(KR leiðir einvígið 2-1)