Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Bæði komu meistarar Golden State Warriors og lið New Orleans Pelicans sér í vænlega stöðu í sínum viðureignum. Bæði lið leiða nú með þrem sigrum gegn engum, Warriors gegn San Antonio Spurs og Pelicans gegn Portland Trail Blazers. Geta því bæði mögulega lokað sínu einvígi með sigri í næsta leik.

 

Öllu meiri spenna er í einvígi Philadelphia 76ers og Miami Heat. Með sigri í nótt komust 76ers í 2-1 forystu í einvíginu. Leikurinn í nótt sá fyrsti sem miðherji 76ers, stjörnuleikmaðurinn Joel Embiid, leikur í úrslitakeppninni. Embiid átti fína frumraun, skoraði 23 stig, tók 7 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og varði 3 skot á um 30 mínútum spiluðum.

 

 

 

 

Úrslit næturinnar

 

Philadelphia 76ers 128 – 108 Miami Heat

(76ers leiða 2-1)

 

Portland Trail Blazers 102 – 119 New Orleans Pelicans

(Pelicans leiða 3-0)

 

Golden State Warriors 110 – 97 San Antonio Spurs

(Warriors leiða 3-0)