Valsarar náðu í dag 2-0 forystu í undanúrslitaeinvígi liðsins gegn Keflavík í Dominos deild kvenna. Leikurinn fór fram í Valshöllinni í dag og var hann æsispennandi. 

 

Keflavík hafði forystuna í fyrri hálfleik en Valur tók við bílstjórasætinu þegar leið á seinni hálfleikinn. Lokamínúturnar voru æsispennandi en stóru skotin féllu hjá heimakonum.

 

Karfan spjallaði við leikmann Vals, Elínu Sóley Hrafnkelsdóttur, eftir leik á Hlíðarenda.