Úrslitakeppni Euroleague hófst í gær með tveimur leikjum. Í Moskvu mættust nágrannarnir CSKA og Khimki bæði frá Moskvu. Óhætt er að segja að CSKA liðið hafi verið líklegra fyrir leikinn og er liðið talið líklegt til árangurs í Euroleague þetta tímabilið. 

 

Khimki menn með Alexey Shved fremstan í flokki tókst heldur betur að gera CSKA lífið erfitt í leiknum. Gestirnir leiddu allan leikinn en CSKA náði að kroppa í sigurinn með frábærum endasprett. Sergio Rodriquez og Othello Hunter fóru fyrir sínu liði en Rodriquez endaði með 22 stig og fimm stoðsendingar. 

 

CSKA liðið var mjög aggresíft þegar leið á leikinn og kom sér í heildina 43 sinnum á vítalínuna sem reyndist banabiti Khimki. Lokastaðan var 98-95 fyrir CSKA sem er komið 1-0 yfir í einvíginu en næsti leikur liðanna fer fram á fimmtudag. 

 

Real Madrid með ungstirnið Luka Doncic fremstan í flokki var algjörlega kaffært af gríska stórliðinu Panathinikos. Grikkirnir komust í 20-0 strax í upphafi leiks og má segja að þar með hafi takturinn verið sleginn. Real Madrid komst aldrei nærri en 8 stig en gjörsamlega geggjuð vörn Panathinikos lokaði á allar aðgerðir spánverjana. 

 

Nick Calathes var algjörlega magnaður í leiknum. Hann var með 11 stig, 6 fráköst og 16 stoðsendingar í leiknum, það sem meira er hann spilaði bara 25 mínútur og var hvíldur allan fjórða leikhluta. Mike James var einnig sterkur með 24 stig. Lokastaðan var 95-67 og grikkirnir ná sterkri forystu. 

 

Í dag fara svo fram fyrstu leikirnir hinum einvígunum í 8. liða úrslitum. Núverandi evrópumeistarar Fenerbache fá Baskonia í heimsókn kl 17:15 og Olympiakos og Zalgiris Kaunas mætast kl 18:15. Fyrri leikurinn verður í beinni útsendingu á Sport TV. 

 

Langflestir leikir þessarar umferðar í Euroleague eru í beinni útsendingu á Sport TV. Dagskrá stöðvarinnar má finna hér. 

 

Tilþrifapakki úr leikjum gærkvöldsins er hér að neðan:

 

 

Mynd / Euroleague.net