Fyrirliði Íslandsmeistara KR, Brynjar Þór Björnsson, er á skýrslu í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðsins gegn Haukum í kvöld. Hann hefur verið frá síðan fyrir úrslitakeppnina vegna brotinnar handar og gat því ekkert tekið þátt í 8 liða úrslita einvígi liðsins gegn Njarðvík.

 

Ekki er ljóst hversu mikið Brynjar mun spila í kvöld, en ljóst er að komist hann af stað er það betra fyrr en seinna fyrir Íslandsmeistarana. Hefur skilað 13 stigum, 3 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í 20 leikjum í vetur.

 

Þá er Jón Arnór Stefánsson ekki með KR, en hann meiddist á nára í síðasta leik KR gegn Njarðvík og er frá vegna þess.