Þriðja leik úrslitaeinvígis Tindastóls og KR er nýlokið þar sem staðan var 1-1 fyrir leikinn. Leikurinn var gríðarlega jafn og kaflaskiptur en lokasekúndurnar voru æsispennandi. 

 

Þegar nærri 20 sekúndur voru eftir setti Pétur Rúnar Birgisson geggjað þriggja stiga skot til að jafna leikinn og KR átti boltann. Að lokum endaði boltinn hjá Brynjari Þór sem setti flautukörfu til að tryggja sigurinn í leiknum á ævintýralegan hátt.

 

KR er þar með komið með 2-1 forystu í einvíginu og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í DHL-höllinni næsta laugardagskvöld kl 20:00.

 

Nánari umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Karfan.is síðar í kvöld.