Á morgun kl. 12:30 munu Stál-Úlfur og Álftanes mætast í undanúrslitum 3. deildar karla í Fagralundi í Kópavogi. Er leikurinn hreinn úrslitaleikur um hvort liðið kemst í úrslit deildarinnar. Þar sem annað hvort Körfuknattleiksfélag Fjarðarbyggðar eða Vestri B bíður, en sá leikur fer fram á sama tíma á Ísafirði.

 

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt peppmyndband sem að Álftanes lét frá sér fyrr í dag til að trekkja fólk að þessum spennandi leik.