Leikur tvö í úrslitaeinvígi 1. deildar karla fór fram í kvöld. Eftir æsispennandi lokamínútur voru það Blikar sem unnu góðan 87-84 sigur á Hamar þar sem Hvergerðingar fengu tvö tækifæri til að jafna leikinn í lokin. 

 

Sigur Breiðabliks þýðir að liðið er komið í 2-0 forystu í einvígi liðanna um eitt laust sæti í Dominos deild karla að ári. Sigra þarf þrjá leiki og eru því Blikar einum sigri frá því markmiði sínu. 

 

Næsti leikur liðanna fer fram á miðvikudaginn 11. apríl í Frystikistunni á Hveragerði. Þar geta úrslitin ráðist. Nánar verður fjallað um leik kvöldsins á Karfan.is síðar í kvöld.