BIBA (Borce Ilievski Basketball Academy) körfuboltabúðirnar fyrir 12-18 ára leikmenn verða haldnar í La Linea De La Concepcion frá 23. – 30. Júní 2018.

 

Þetta sumarið verða búðirnar haldnar í La Line Dela Concepcion, sem er 1 klst. og 30 mínútna fjarlægð frá flugvellinum í Malaga og 20 mínútna fjarlægð frá flugvellinum á Gíbraltar. Fyrsta annað og þriðja markmið búðanna er körfubolti, en vegna sérstaks skipulags búðanna og gæða verða aðeins 75 sæti í þeim og eru í dag aðeins 10 laus eftir.

 

Þjálfarar búðanna eru allir atvinnumenn í faginu og koma frá Ítalíu, Spáni, Serbíu, Frakklandi, Íslandi, Makedóníu og Danmörku.

 

Verðið er 540 evrur, en innifalið í því er gisting, þrjár máltíðir á dag, búningar og kennsla. Leikmenn gista á fjögurra stjörnu hóteli Ohtel Campo De Gibraltar. 

 

Frekari upplýsingar:
ilievskib@yahoo.com          8637068
arnieggert12@gmail.com    8630778