Í kvöld mætast Keflavík og Valur í fyrsta leik einvígis liðanna í undanúrslitum Dominos deildar kvenna.

 

Keflavík sem eru ríkjandi Íslands og bikarmeistarar enduðu í 2. sæti deildarkeppninnar líkt og á síðasta tímabili. Valur hinsvegar endaði í 3. sæti deildarinnar eftir að hafa misst af úrslitakeppninni á síðasta ári, en þá enduðu þær í 5. sæti.

 

Liðin mættust í fjögur skipti í deildinni í vetur og skiptust þau á að vinna leikina. Eftir áramótin hafa þau mæst í tvö skipti. Fyrri leikinn sigraði Keflavík með 11 stigum í janúar, en Valur þann seinni með 23 stigum nú í mars.

 

Karfan spjallaði við leikmann Vals, Bergþóru Holton Tómasdóttur, í aðdraganda leiksins.