Leikur tvö í úrslitaseríu 1. deildar karla fer fram núna kl 19:15 í Smáranum. Þar mætir Breiðablik Hamri en Blikar leiða einvígið 1-0 eftir sigur á Hveragerði.
Sigra þarf þrjá leiki til að tryggja sæti í Dominos deild karla að ári og geta Blikar því komist skrefi nær því markmiði. Hamar getur á móti sótt heimaleikjaréttinn aftur fyrir næsta leik.
Breiðablik er að sjálfsögðu með beina útsendingu frá þessum mikilvæga leik og má finna hana hér að neðan. Helgi Hrafn Ólafsson lýsir leiknum.