Úrslitaeinvígi Dominos deildar karla hefst í kvöld þegar Skagfirðingar fá KR í heimsókn. Þessu sömu lið mættust einnig í bikarúrslitum fyrr á árinu þar sem Tindastóll hafði betur en liðið valtaði yfir KR í þeim leik. Einnig mættust þessi lið í úrslitaeinvíginu fyrir þremur árum en KR vann þá 3-1. 

 

Karfan.is fékk Baldur Þór Ragnarsson verðandi þjálfara Þór Þ. til að spá fyrir um einvígið sjálft og leik kvöldsins. Baldur hefur verið aðstoðarþjálfari Þór Þ síðustu árin og þekkir því bæði lið ansi vel. 

 

Hvað er að fara að gerast í leik kvöldsins?

Þetta verður hörkuleikur. Mikið verður um stöðubaráttu og leikurinn verður mjög harður. Ég held að stólarnir taki fyrsta leikinn með fimm stigum. Axel Kárason setur stóra körfu í crunch time sem fer langa leið með þetta

 

Við hverju má búast í þessu einvígi?

Bæði lið eru mjög physical og með marga menn sem höndla að spila þannig. Bæði lið munu leggja allt í sölurnar og það lið sem er með sterkari liðsheild mun standa uppi sem sigurvegari

 

Hvernig spáiru einvíginu?

Ég held að KR klári þetta í oddaleik á krókum. Allir leikir fram að því vinnast á heimavelli. Brynjar Þór Björnsson verður lykilmaðurinn í þessu einvígi

 

Leikurinn hefst kl 19:15 í kvöld og fer fram í Síkinu á Sauðárkróki. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport  auk þess sem honum verður gerð góð skil á Karfan.is í kvöld.