Tindastóll tók í kvöld 0-1 forystu gegn ÍR í undanúrslitarimmu liðanna í Domino´s-deild karla. Stólarnir voru við stýrið í kvöld en ÍR gerði nokkrar sterkar tilraunir til að jafna metin en í fjórða leikhluta voru það risavaxnir þristar frá Axel Kára og Sigtryggi Arnari sem héldu ÍR í skefjum og lokatölur 82-89.

 

Karfan spjallaði við leikmann Tindastóls, Axel Kárason, eftir leik í Hellinum.