Rétt í þessu var tilkynnt á blaðamannafundi á Nü í Garðabæ að Arnar Guðjónsson taki við liði Stjörnunnar í Dominos deild karla fyrir næsta tímabil. Arnar tekur við starfinu af Hrafni Kristjánssyni sem hefur þjálfað liðið síðustu fjögur ár.
Arnar Guðjónsson er alin upp í Borgarfirði en þjálfaraferill hans hófst hjá Sindra á Hornafirði árið 2005. Þar á eftir varð hann aðstoðarþjálfari hjá Fsu áður en hann flutti búferlum til Danmerkur árið 2009. Þar hefur hann þjálfað hjá liðum í efstu deild, fyrst lið Aabyhoj sem aðstoðarþjálfari og síðar aðalþjálfari. Þá kom hann við hjá BC Århus og síðar varð hann aðstoðarþjálfari Craig Pedersen hjá danska félaginu Svendborg. Á þar síðasta tímabili tók Arnar svo við sem aðalþjálfari liðsins og náði bronsi á sínu fyrsta áir, sem var besti árangur sem liðið hafði náð í áraraðir.
Tíma Arnars hjá Svendborg lauk þrátt fyrir það eftir þetta tímabil en hann hefur á síðasta árinu ekki þjálfað félagslið. Arnar hefur verið aðstoðarmaður Craig Pedersen með Íslenska A-landsliðið síðustu ár og farið með liðið á tvö stórmót á þeim tíma, Eurobasket 2015 og 2017.
Viðtal við Arnar Guðjónsson eftir undirskriftina er væntanlegt á Karfan.is síðar í dag.