Árgangur drengja sem fæddir eru árið 2001 úr Stjörnunni sigraði í dag Scania Cup í sínum aldursflokki, en mótið er óopinbert Norðurlandamót félagsliða. Sigruðu þeir sænska liðið Norrort í úrslitaleiknum með 79 stigum gegn 38. Friðrik Anton Jónsson var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins og Ingimundur Orri Jóhannsson baráttujaxl hans.

 

Eftir leikinn voru Dúi Jónsson og Friðrik Jónsson valdir í úrvalslið mótsins. Þá var Dúi einnig valinn besti leikmaður mótsins. Er hann því kominn í hóp með ekki minni leikmönnum en Jóni Arnóri Stefánssyni, Hauki Helga Pálssyni, Helenu Sverrisdóttur og fleirum sem Scania Kóngur þessa móts.

 

Ísland því nokkuð sigursælt á mótinu þetta árið, en fyrr í dag sögðum við frá því að drengir fæddir árið 2002 úr Val hefðu einnig sigrað sinn aldrusflokk á þessu sama móti.