Lið Vestra B tók á móti Álftnesingum í Bolungarvík í dag. Bæði liðin hafa tryggt sér sæti í 2. deildinni á næsta ári. En deildarmeistarabikarinn var að veði og því til mikils að vinna. Heimamenn unnu síðustu rimmu liðanna í lok mars og Álftnesingar voru án Kjartan Atla Kjartanssonar.
Álftanes spilaði betri körfubolta og vann verðskuldugan 72 – 82 sigur. Það verður gaman að fylgjast með þessum liðum í 2. deildinni næsta vetur.
Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkellsson og Jón Páll Jónsson
Þáttaskil
Álftnesingar komu miklu grimmari til leiks, bjuggu sér til forystu sem þeir héldu út leikinn. Gestirnir hittu mjög vel í byrjun leiks, meðan heimamenn áttu erfitt með að finna körfuna.
Tölfræðin lýgur ekki
Góð hittni framan af leik gerði gæfumuninn í dag. Jafnaðist aðeins út eftir því sem leið á leik. En Álftanes var að leik loknum með 42% hitni á móti 35% Vestra B.
Hetjan
Birkir Guðlaugsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins, hann var með 26 stig, 8 fráköst og 5 stolna bolta.Birkir var með 5 af 9 í þristum og skilaði 30 framlagsstigum.
Kjarninn
Grimmir Álftnesingar sem hittu miklu betur framanaf og voru betur undirbúnir í þennan leik áttu sigurinn fyllilega skilið. Þeir voru grimmari og ætluðu sér með dolluna heim. Helgi Snær Bergsteinsson og Gunnlaugur Gunnlaugsson voru ferskastir í hálf slöppu liði heimamanna. Til hamingju með titilinn Álftanes.
Umfjöllun, myndir, viðtöl / Þormóður Logi Björnsson
Leikur:
Viðtöl: