Úrslitaleikur Háskólabolta kvenna lauk áðan þegar lið Notre Dame lék gegn Mississippi State háskólanum. Notre Dame háskólinn var undir í hálfleik 17-30 og allt leit út fyrir að Mississippi næði að landa landstitlinum þetta árið.
Frábær seinni hálfleikur kom Notre Dame inní leikinn og upp hófust æsispennandi lokasekúndur. Í stöðunni 58-58 átti Notre Dame háskólinn boltann og þrjár sekúndur voru eftir. Boltinn endar hjá Arike Ogunbowale sem kemur sér í erfiða stöðu til að skjóta og tekur erfitt skot. Skotið ratar ofaní og Notre Dame fagnaði sigri í annað sinn í sögunni.
„Mér leið bara vel“ sagði Ogunbowale sem setti 14 af 18 stigum sínum í seinni hálfleik. „Ég æfi þessa "seint í leikjum" alltaf. Ég hljóp til Jackie og sagði við hana "Sendu á mig, sendu á mig."“ Þetta var í fimmta sinn á síðustuátta árum sem Notre Dame var í úrslitaleiknum. Hinum leikjunum hafði liðið öllum tapað en loks kom sigurinn í nótt.
Ekki nóg með að Arike Ogunbowale hafi unnið titilinn með flautukörfu heldur var það einnig hún sem tryggði liðinu sæti í úrslitaleiknum. Arike setti nefnilega líka magnaða flautukörfu til að vinna undanúrslitaleik liðsins. Hún var því heldur betur hetja Notre Dame þetta árið enda hlaut hún verðlaun sem verðmætasti leikmaður Mars-fársins í kvöld.
Myndband af þessaru ótrúlegu körfu má finna hér að neðan.
ARIKE OGUNBOWALE JUST WON NOTRE DAME THE 2018 NATIONAL TITLE! pic.twitter.com/ZCNhyF1uIf
— ESPN (@espn) April 2, 2018
Báðar flautukörfur Arike má sjá hér að neðan:
Nobody does buzzer-beaters like Arike Ogunbowale. pic.twitter.com/M6q4VdRpKC
— ESPN (@espn) April 2, 2018