Tímarit Körfuknattleiksdeildar KR kom út í dag í tilefni þess að meistaraflokkar liðanna hefja leik í úrslitakeppninni á næstu dögum. 

 

Meistaraflokkur karla hefur leik í kvöld gegn Njarðvík í átta liða úrslitum Dominos deildar karla. Þá byrjar úrslitakeppni 1. deildar kvenna á laugardag þar sem KR mætir Grindavík í undanúrslitum. 

 

Viðtöl við fyrirliða beggja liða eru í blaðinu auk þess sem Darri Hilmarsson leikmaður staðfestir að þetta séu hans síðustu leikir fyrir KR þar sem hann hyggst flytja til Svíþjóðar í sumar. Blaðið er myndskreytt með flottum myndum og er ansi veglegt í þetta skiptið. 

 

Tímaritið KR Karfa má finna hér. Í blaðinu eru mörg áhugaverð viðtöl við leikmenn meistaraflokka félagsins og margt annað.