Í kvöld kl. 19:15 munu ÍR-ingar taka á móti Stjörnunni í fyrsta leik 8 liða úrslitakeppninnar.
Þessi sömu lið mættust í úrslitakeppninni í fyrra, en þá hafði Stjarnan öruggan 3-0 sigur. Mikið vatn hefur þó runnið til sjávar síðan, þá endaði Stjarnan fyrir ofan ÍR í deildarkeppninni, en þetta tímabilið endaði ÍR í 2. sæti deildarkeppninnar á meðan að Stjarnan var í því 7.
Liðin mættust í tvö skipti á tímabilinu og skiptu með sér sigrunum. Stjarnan sigraði leikinn í Breiðholti og ÍR þann í Garðabæ.
Karfan spjallaði við leikmann Stjörnunnar, Tómas Þórð Hilmarsson um úrslitakeppnina og möguleika liðsins gegn ÍR.