Snæfell og Breiðablik áttust við í dag í Stykkishólmi en fyrir hæfðu Snæfell sigrað báða leikina í Smáranum og Blikar unnið leikinn í Hólminum. Baráttan í dag var um sjötta sætið en ofar komust liðin ekki þetta árið.

 

Blikar voru á undan í byrjun þar sem Whitney hjá þeim skoraði fyrstu sjö stig þeirra, hún fékk fjórar villur í fyrsta leikhluta en hún var klaufi að fá þessar villur og getum engum öðrum um kennt en sjálfum sér. Blikar leiddu 16-18 eftir fyrsta leikhluta.

 

Breiðablik urðu að skipta í svæðisvörn þar sem Whitney var með fjórar villur og var jafnræði með liðunum í öðrum leikhlutanum, Snæfell rúlluðu á öllum ellefu leikmönnum sínum í fyrri hálfleik og leiddu í hálfleik 34-31.

 

Snemma í þriðja leikhluta var Whitney komin í teiginn með Rebekku Rán fyrir aftan sig, hún “húkkaði” hana og fékk fimmtu villu sína. Snæfell pressuðu Blika um allan völl og leiddu 53-41 eftir þrjá leikhluta.

 

Í fjórða leikhluta náðu Snæfell í tvígang 15 stiga forystu og voru með leikinn í sínum höndum. Allir leikmenn fengu að spreyta sig en Blikar pressuðu stíft síðustu fjórar mínúturnar og náðu auðveldum körfum.  Blikar minnka forystu Snæfells niður í þrjú stig með lykilleikmenn Snæfells á bekknum. Flottur sigur Snæfells 71-68 sem enda í sjötta sætinu.

 

Skrýtin vetur að baki hjá Snæfell en leikmannahópurinn oft á tíðum verið fámennur. Sjötta sætið ágætis uppskera.

Blikar geta einnig vel við unað, þær léku vel fyrir áramót en breyting á erlendum leikmanni höfðu í Janúar höfðu mikil áhrif og liðið endar í sjöunda sæti.

 

Framundan hjá liðunum er undirbúningur fyrir næsta tímabil og að fylgjast með spennandi úrslitakeppni.

 

Blikar voru mjög ósátt við dómara leiksins sem komust ekki nægjanlega vel frá verkefni dagsins.

 

Stigahæst í liði Snæfells var Kristen McCarthy með 32 stig, 19 fráköst og 5 stolna. Næst kom Berglind Gunnarsdóttir með 11 stig.

 

Hjá Breiðablik var Whitney Knight stigahæst með 15 stig en næstar voru Auður Íris Ólafsdóttir og Telma Lind Ásgeirsdóttir með 14.

 

Tölfræði leiks