Skallagrímur tók á móti Snæfell í Fjósinu í kvöld. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik, tóku Skallagrímur öll og þá meina ég öll völd á leiknum og kláruðu leikinn með sigri, 118-81. Skallagrímur er þá búnir að sigra 1.deild karla þetta tímabilið og eru á leið upp í Dominos-deild karla á því næsta.

 

 

Fjósið

Molar.

Marínó Þór Pálmason var fyrsta skipti í hóp meistaraflokks Skallagríms í Fjósinu.  Samkvæmt KKÍ heimasíðunni, hefur hann spilað síðan 1970. Er hann að klára grunnskóla á þessu ári, samkvæmt heimasíðu Grunnskóla Borgarnes.
Liðin höfðu mæst 2 sinnum áður á tímabilinu og Skallagrímur unnið þá báða.
Sveinn Arnar kom beint af vakt frá Skúrnum og lyktar eins og unaður.
Addi Jóns var mættur í stúkuna en Addi Páls komst ekki.
Dómarar leiksins voru þeir Sigurbaldur Frímasson og Gunnar Thor Andresson.
Byrjunarlið Skallagríms: Aaron-Kristófer-Flake-Bjarni-Eyjó.
Fjósamenn voru mættir í Fjósið!!!
Byrjunarlið Snæfells: Sveinn-Viktor-Chistian-Geir-Nökkvi.

 

1.leikhluti.

Ekki virtist vera skjálfti í leikmönnum liðanna. Skotin fóru ofaní, stemming var á bekkjunum og allt eins og það á að vera. Snæfell komst í forystu, með Christian Coville og Viktor fremsta í flokki. Skallagrímur virtist vera að treysta á einstakling framkomu en þegar að þeir létu boltann ganga, fór allt að rúlla hjá þeim. Komust yfir rétt fyrir leikhluta lokin, 28-27.

 

2.leikhluti

Liðin fóru að skiptast nú að skiptast á körfum. Skallagrímur fóru hægt og rólega að spila betri og betri varnarleik og við það koma sóknarleikur liðsins. Leikmenn fóru að hafa gaman að hlutunum og hættu að einbeita cher að dómurum leiksins. Skallagrímur gekk til búningsklefa með 64-50 forystu.

 

3.leikhluti

Skallagrímur komu með geggjaðan kraft úr klefanum og fóru á mikikið hlaup. 21-8 hlaup á 4 mínútum!!!. Staðan allt í einu orðin 85-58!! Skallagrímur kláraði leikinn á þessum 10 mínútum í 3.leikhluta og sigruðu þeir hann 42-18. Staðan fyrir þann síðast því 106-68.

 

4.leikhluti

Leik lokið. Minni spámenn fengu að spreyta sig og Skallagrímur landaði að lokum 118-81 sigri.

 

Skallagrímur er komið í deild þeirra bestu á landinu. Spilamennskan í kvöld var fín en í þriðja leikhluta var liðið hreint út sagt frábært. Allir að spila saman sem einn og hitnin var stórkostleg. Allir leikmenn Skallagríms komu vel frá þessum leik og stemminginn í Fjósinu, sú besta sem sést hefur í ár.

 

Snæfell spiluðu vel í fyrri hálfleik en áttu ekki mikil svör í seinni hálfleik. Viktor, Geir og Christian voru fínir í kvöld og Þorbergu r sýndi mikla baráttu í fyrri hálfleik.

 

UPP OG ÁFRAM!!!!

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Umfjöllun / Hafþór Ingi 

Myndir / Ómar Örn