Fjórði og síðasti leikur Snæfells og Skallagríms fór fram í dag þegar að Skallagrímur sigruðu 74-87 þar sem Carmen Tyson-Thomas var stigahæst með 33 stig og 18 fráköst hjá Skallagrím.

 

Berglind Gunnarsdóttir sem meiddist illa á öxl síðastliðinn miðvikudag hóf leikinn fyrir Snæfell í dag en hún opnaði stigaskor liðanna en eftir 13 mínútna leik meiddist hún aftur og verður eitthvað frá.

 

Skallagrímsstúlkur voru grimmari í öllum aðgerðum og leiddu fljótlega 7-16 eftir að Snæfell höfðu leitt 7-5 og voru yfir 11-21 eftir fyrsta leikhluta. Snæfellsstúlkur léku betur í öðrum leikhluta og þvinguðu gestina í tapaða bolta og minnkuðu muninn fyrir hálfleik 30-39.  Í hálfleik voru Andrea Björt og Kristen Denise stigahæstar hjá Snæfell með 6 stig, en Carmen Tyson var stigahæst með 14 stig og Sigrún Sjöfn kom næst með 12.

 

Snæfellsstúlkur komu ákveðari til síðari hálfleiks og komu muninum þrívegis niður í fjögur stig en Skallagrímsstúlkur náðu góðum kafla og nýttu sér frákasta áhugaleysi Snæfells og leiddu 50-61 eftir þrjá leikhluta. Skallagrímsstúlkur voru ákveðnari og voru að framkvæma sinn leik betur en Snæfell og hófu fjórða leikhluta með því að skora 2-10 og leikurinn algjörlega í þeirra höndum.  Tvær tæknivillur á Sigrúnu Sjöfn og Ara Þjálfara hóf endurkomu Snæfells sem náðu muninum úr 19 stigum í 5 á stuttum tíma. Á þessum tíma fékk Kristen McCarthty sína fimmtu villu og það nýttu gestirnir sér vel og náðu muninum uppí 13 stig sem var lokastaðan 74-87.

 

Skallagrímsstúlkur fóru með sigrinum í fjórða sætið sem gefur sæti í úrslitakeppninni en Stjarna og Breiðablik eigast við næsta miðvikudag og þá kemur betur í ljós hver staðan er.  Snæfell eru að gefa eftir í baráttunni en enn eru fimm umferðir eftir og þurfa þær að finna neistann til að ná góðum úrslitum.

 

Snæfell leika næst gegn Haukum á útivelli 10. Mars en Skallagrímur leika gegn Val á heimavelli.

 

Stigaskor Snæfells: Kristen McCarthty 21 stig og 11 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 14 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar, Júlía Scheving Steindórsdóttir 12 stig og 4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 8 stig, Sara Diljá Sigurðardóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 5, Berglind Gunnarsdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2, Rebekka Rán Karlsdóttir 2, Inga Rósa Jónsdóttir, Thelma Hinriksdóttir.

 

Stigaskor Skallagríms: Carmen Tyson-Thomas 33 stig og 18 fráköst og 5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 16 stig og 10 fráköst, Jeanne Lois Figueroa 8, Bríet Lilja Sigurðardóttir 6, Guðrún Ósk Ámundadóttir 3, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 2, Árnína Lena Rúnarsdóttir 0, Þórunn Birta Þórðardóttir, Arna Hrönn Ámundadóttir.

 

Tölfræði leiks