Síðasti deildarleikur Snæfell og Breiðablik fór fram í Stykkishólmi en heimamenn höfðu að engu að keppa nema því að fara með sigur inn í úrslitakeppnina, gestirnir höfðu hinsvegar að gríðarlegu miklu að keppa, heimavallarréttur gegn Vestra í undanúrslitum um laust sæti í Dominosdeildinni.

 

 

Snæfell byrjuðu leikinn betur og komust fljótt í 10-4 en Blikar með sterkt lið sitt náðu undirtökunum og leiddu 23-31 eftir fyrsta leikhluta. Varnarleikur heimamanna var ekki kröftugur og skotaval liðsins var ekki got.  Blikar héldu áfram að leiða leikinn og ætluðu sér að ná heimavelli treystandi á Skallagrímur myndi vinna Vestra í Borgarnesi. Erlendu leikmenn Blika ásamt góðum leik Snorra Vignis tryggði þeim 43-56 forystu í hálfleik.

 

Snæfellsstrákar gerðu mun betur í þriðja leikhluta en tapaðir boltar eftir góðan varnarleik gerði gestunum auðvelt fyrir. Aron Ingi Hinriksson átti góða innkomu af bekknum hjá Snæfell en aðrir voru að leika undir pari. Staðan 66-80 eftir þrjá leikhluta.  Í fjórða leikhluta opnaðist vörn heimamanna auðveldlega og lokatölur 86-112.

 

Snæfell geta vel við unað eftir deildarkeppnina en markmiðið að komast í úrslitakeppnina var náð, nú kemur svo í ljós hvort liðið hafi eitthvað í framhaldið að gera.  Breiðablik eru með mikla pressu á sjálfum sér að komast upp og allt annað en sæti í Dominosdeildinni er klúður.

 

Viðureign Hamars og Snæfells hefst föstudaginn 16. Mars en viðureign Breiðablik og Vestra hefst fimmtudaginn 15. Mars.

 

Tölfræði leiks