Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Lið deildarinnar nú komin í síðasta þriðjung deildarkeppninnar og bráttan um sæti í úrslitakeppni að harðna. Tveir leikir voru sérstaklega spennandi í nótt með tilliti til 8. sætis hvorrar strandar.

 

Á Vesturströndinni sigruðu gestirnir úr LA Clippers lið Denver Nuggets og tóku þar með 8. sætið af þeim í bili. Serbinn Boban Marjanovic betri en enginn fyrir Clippers í leiknum. Á aðeins 15 mínútum spiluðum í seinni hálfleiknum skoraði hann 18 stig og tók 6 fráköst.

 

Á Austurströndinni sigraði Miami Heat gesti sína úr Philadelphia 76ers í leik þar sem Dwyane Wade setti 27 stig af bekknum, þar af 15 af 17 síðustu stigum sinna manna.

 

Stórkostleg frammistaða Wade:

 

 

Úrslit næturinnar:

Chicago Bulls 103 – 118 Charlotte Hornets

Brooklyn Nets 123 – 129 Cleveland Cavaliers

Philadelphia 76ers 101 – 102 Miami Heat

Washington Wizards 107 – 104 Milwaukee Bucks

Sacramento Kings 99 – 116 Portland Trail Blazers

LA Clippers 122 – 120 Denver Nuggets