Aðalþjálfari Dominos deildar liðs Hauka, Ívar Ásgrímsson, verður fjarri góðu gamni þegar að liðið mætir Hetti á Egilsstöðum í 17. umferð deildarinnar í kvöld. Ívar er einnig aðalþjálfari kvennalandsliðs Íslands og er þessa dagana á ferðalagi með liðinu í Bosníu, þar sem að liðið leikur tvo leiki í undankeppni Evrópumótsins.

 

Það verður því aðstoðarþjálfari liðsins, Vilhjálmur Steinarsson sem stýrir liðinu í kvöld. Hafnfirðingar ættu ekki að hafa áhyggjur, því sem aðalþjálfari er Vilhjálmur með 100% sigurhlutfall með liðið. Leikurinn í kvöld reyndar bara sá annar sem hann stjórnar liðinu, en sá síðasti vannst á síðustu leiktíð gegn Snæfell í Stykkishólmi.