Aga og úrskurðarnefnd fundaði í vikunni um mál þjálfara/leikmanns Hattar, Viðars Arnar Hafsteinssonar, sem rekinn var út úr húsi þann 12. febrúar síðastliðinn í Keflavík. Samkvæmt úrskurði fær Viðar eins leiks bann og verður hann því fjarri góðu gamni þegar að liðið mætir Þór í Þorlákshöfn þann 2. mars nætkomandi.

 

Þó að Viðar hafi verið rekinn útaf sem leikmaður, en ekki þjálfari, mun bannið einnig koma í veg fyrir að hann geti verið á bekk og stýrt leik sinna manna. Samkvæmt Viðari mun hann þó ferðast með liðinu, en sagðist þó ekki ráðgera að reyna að stýra liðinu neitt, í gegnum talstöð eða með öðrum leiðum, á meðan að leik stendur. Sagði hann ennfrekar:

 

"Oddur mun bara sjá um þennan leik, hann er 1-0 eftir Kef leikinn og leyfum honum bara að landa sínum öðrum sigri"