Keflvíkingar töpuðu í gærkvöldi sínum sjötta deildarleik í röð á heimavelli þegar Höttur frá Egilsstöðum mætti í heimsókn. Eins og staðan er í dag er þetta versti heimavallarárangur Keflavíkur í sögunni því aldrei áður hefur liðið tapað sex leikjum í röð í deildarkeppninni.

 

Árið 1986 tapaði Keflavík síðast 6 leikjum á heimavelli en það var á öllu tímabilinu og árið 1984 þegar Keflavík féll tapaði liðið alls 7 heimaleikjum en ekki í röð.

 

Þrátt fyrir þetta brölt á heimavelli er Keflavík enn með sæti fyrir úrslitakeppnina en það gæti breyst hratt enda Þór Þorlákshöfn og Valur að banka í sætunum fyrir neðan.