Efsta lið Dominosdeildarinnar Valur voru mættar í Stykkishólm minnugar síðasta leik þeirra en þá töpuðu þær 8-liða úrslitaleiknum eftir sigurköfu Berglindar Gunnars. Valsstúlkur höfðu frumkvæðið 5-11 og leiddu mest 10-17 og í lok fyrsta leikhluta 14-19.

 

Afmælisstúlka dagsins Helga Hjördís smellti þrist og minnkaði muninn í 18-19 og jafnt var á milli liðanna 22-23. Þá kom 0-11 kafli hjá Gestunum sem hirtu upp sóknarfráköstin og var Elín Sóley drjúgust við það. Valsstúlkur leiddu 27-35 í hálfleik. Stigahæst í Snæfellsliðinu var Kristen McCarthy með 13 stig en Hallveig Jónsdóttir hjá Val var einnig stigahæst með 13 stig.

 

Snæfellsstúlkur komu stemmdar inn úr hálfleiknum og eftir 6 mínútna leik voru þær komnar yfir 43-40 og stemmningin með liðinu. Aalyah og Bergþóra Holton smelltu niður tveimur þristum og Valsstúlkur náðu aftur yfirhöndinni og leiddu 45-48 eftir þrjá leikhluta. Berglind Gunnars minnkaði svo muninn í 47-48 áður en Valsstúlkur sem fengu gott framlag frá Ragnheiði Benónýs og komust í 47-57.

 

Eftir að Snæfell minnkuðu muninn í sjö stig raðaði Aalyah niður þremur þriggja stiga körfum í röð niður eftir dapran varnarleik heimastúlkna og Valsstúlkur í bílstjórasætinu. Mistök og léleg skotnýting kláraði leik heimastúlkna sem reyndu að berjast en Valsstúlkur höfðu engan áhuga á að slaka á og sigruðu að lokum 60-79.

 

Lokaleikhlutinn var einkennilegur hjá Snæfell en þær töpuðu honum 15-31 og neistann hjá of mörgum leikmönnum vantaði. Valssliðið sem voru með einugis átta leikmenn á leiksskýrlsu sigruðu frákasta baráttuna og voru skrefi á undan heimastúlkum nánast allan leikinn ef frá er tekin byrjunin í síðari hálfleik.

 

Valur er því ennþá á toppi deildarinnar með 30 stig en Snæfell eru með 18 stig í 5-7 sæti ásamt Skallagrím og Breiðablik.

 

Næstu leikir liðanna eru að Snæfell sækja Blikastúlkur næsta laugardag heim og Valsstúlkur fá Stjörnustúlkur í heimsókn.

 

Stigaskor Snæfells: Kristen McCarthy 27 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 16 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 5 stig, Rebekka Rán Karlsdóttir 4, Andrea Björt Ólafsdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, Júlía Scheving Steindórsdóttir 2, Gunnhildur Gunnarsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Thelma Hinriksdóttir 0.

 

Stigaskor Vals: Aalyah Whitside 30 stig (23 í seinni) og 22 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 15 stig, Bergþór Holton 14, Ragnheiður Benónísdóttir 7 stig og 9 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 7 stig og 7 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 6, Guðbjörg Sverrisdóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir.

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn (Sumarliði Ásgeirsson)