Fyrir leik

Hér í kvöld mættust lið Vals og Njarðvíkur í 19.umferð Dominosdeildar kvenna. Valskonur voru fyrir leik í 2.sæti deildarinnar með 26 stig en Njarðvíkurstúlkur vermdu botnsætið og voru án sigurs. 

 

Gangur leiks

Leikurinn fór jafnt af stað og skiptust bæði lið á körfum. Liðin héldust vel í hendur og var mikið jafnræði með liðunum. Staðan í hálfleik var 39-32 Völsurum í vil. Munur fór að myndast í seinni hálfleik en Valskonur komu gríðarlega vel stemmdar inn í 3.leikhluta og spiluðu sterka vörn og góðan sóknarleik og náðu að búa sér til 19 stiga forystu í leikhlutanum. Njarðvíkurkonur áttu engin svör gegn heimastúlkum og lauk leiknum með öruggum 22. stiga sigri Valsara 69-47.

 

Lykillinn

Lykillinn í kvöld var sterkur varnarleikur Valsara og einnig flottur leikur Aalyah Whiteside en hún skoraði 22 stig í leiknum og var sterk í kvöld. Darri Freyr náði einnig að gefa henni góðan hvíldartíma sem er mjög mikilvægt fyrir komandi leiki hjá Valsliðinu.

Njarðvík spiluðu góðan körfubolta fyrri hálfleikinn en það vörn Valsara gerði þeim mjög erfitt fyrir í seinni hálfleik og voru Njarðvíkurstúlkur einnig að tapa boltanum mikið í seinni hálfleiknum. 

 

Kjarninn

Valskonur spiluðu flottan körfubolta í kvöld og sérstaklega góða vörn í seinni hálfleik sem gerði gestunum mjög erfitt fyrir. 

 

Samantektin

Fínasta körfuboltaleik lokið í Valsheimilinu í dag en maður hefði viljað sjá Njarðvík standa lengur í Valsliðinu eins og þær gerðu svo vel í fyrri hálfleik. 

 

Tölfræði leiksins

 

Viðtöl eftir leik:

 

 

Umfjöllun og viðtöl / Axel Örn Sæmundsson