Fyrir leik

Hér í kvöld mættust lið Vals og Stjörnunnar í 21.umferð Dominosdeildar kvenna. Valskonur voru fyrir leik í 2.sæti deildarinnar með 30 stig en Stjörnukonur voru í því 4. Með 22 stig. Baráttan um gott sæti í úrslitakeppninni í fullum gangi. 

 

 

Gangur leiks

Leikurinn fór skemmtilega af stað og voru liðin bæði tilbúin í hörkuleik. Valskonur mynduðu sér þó snemmbúna forystu og náðu að halda henni þar til gengið var til hálfleiks. Staðan í hálfleik var 37-27 heimakonum í vil. Stjörnustúlkur að elta og létu Valsaranna ekki komast of langt frá sér. Atkvæðamestar í fyrri hálfleik voru erlendu leikmenn liðanna en Aalyah Whiteside var með 11 stig í fyrri hálfleik en Danielle Rodriquez var með 13. 

 

Stjörnukonur byrjuðu 3.leikhluta mjög vel en Valskonur gáfust ekkert upp og settu niður risa þrista sem bætti bara í forystu þeirra. Valskonur héldu áfram að hamra járnið meðan að það var heitt og enduðu á að sigra leikinn 82-57

 

Lykillinn

Sterkur varnarleikur Valsara vinnur þennan leik. Stjörnukonur fengu engar körfur gefins og þurftu að hafa heilmikið fyrir þeim, en oft á tíðum fengu Valskonur auðveld skot eða stálu boltanum og fóru í skyndisókn en Stjörnukonur fengu lítið af því. Frákastabaráttan hjálpar Val einnig gríðarlega mikið en þær unnu frákastabaráttuna 51-40 

 

Kjarninn

Valskonur spiluðu flottan körfubolta í kvöld og sérstaklega góða vörn í seinni hálfleik sem gerði gestunum mjög erfitt fyrir. 

 

Samantektin

Fínasta körfuboltaleik lokið í Valsheimilinu í dag en maður hefði viljað sjá Stjörnuna standa betur í Valsliðinu eins og þær gerðu. Ekki besti dagurinn fyrir Stjörnukonur. Aalyah og Guðbjörg áttu flotta leiki í Valsliðinu

 

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Torfi Magnússon)

 

Viðtöl eftir leik:

 

 

Umfjöllun og viðtöl / Axel Örn Sæmundsson