Ísland tók á móti Tékklandi í dag í undankeppni HM 2019. Ísland leiddi nánast allan leikinn, en Tékkland gerði harða atlögu undir lok leiks. Magnaður var endirinn og frábær sigur Íslands staðreynd.

 

Þetta var annar sigur Íslands í undankeppninni eftir fjóra leiki og er liðið því enn í færi á að komast áfram í keppninni. Þar að auki tókst liðinu að hefna ófarana frá síðasta nóvember þegar Ísland tapaði stórt gegn Tékklandi ytra. 

 

Martin Hermannsson átti stórkostlegan leik fyrir Ísland. Setti 26 stig og dreif liðið algjörlega áfram í leiknum. 

 

Líkt og vanalega var umræðan á Twitter lífleg á meðan leiknum stóð og ekki minna eftir hann. Það helst má finna hér að neðan: