Ísland tók á móti Finnlandi í kvöld í undankeppni HM 2019. Ísland leiddi allan fyrri hálfleikinn en Finnar náðu forystunni í þeim þriðja. Magnaður fjórði leikhluti kom Íslandi svo í góða stöðu og náði liðið í geggjaðan 81-76 sigur. 

 

Þetta var fyrsti sigur Íslands í undankeppninni eftir þrjá leiki og jafnar þar með Finnland að stigum. Þar að auki tókst liðinu að hefna ófarana frá síðasta hausti þegar Ísland tapaði súrt gegn Finnlandi í riðlakeppninni. 

 

Martin Hermannsson átti stórkostlegan leik fyrir Ísland. Setti 26 stig og dreif liðið algjörlega áfram í leiknum. 

 

Líkt og vanalega var umræðan á Twitter lífleg á meðan leiknum stóð og ekki minna eftir hann. Það helst má finna hér að neðan: