Miðherjinn efnilegi Tryggvi Snær Hlinason verður með íslenska landsliðinu í báðum leikjum liðsins í komandi glugga. Þar sem liðið mætir Finnlandi á föstudag og Tékklandi sunnudaginn þar á eftir í undankeppni heimsmeistaramótsins 2019. 

 

Tryggvi, sem leikur með Valencia á Spáni og í Euroleague, á leik kvöldinu áður í Aþenu í Grikklandi með félaginu og mun því ekki verða kominn til landsins fyrr en nokkrum klukkustundum fyrir leik komandi föstudag. Samkvæmt heimildum verður því staðan tekin um hversu mikil þáttaka hans verður þegar að hann lendir.

 

Ljóst er að um góðar fréttir er að ræða fyrir íslenska liðið því tvísýnt hefur verið með þáttöku Euroleague leikmanna í landsliðsverkefnum síðustu misseri.